Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:42 Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun