Diego er fastagestur í Skeifunni, og heldur sig gjarnan til í anddyri Hagkaupa eða verslun A4. Nokkur ár eru síðan Diego hóf að vekja athygli fyrir Skeifuheimsóknir sínar, en í dag er sérstök aðdáendasíða tileinkuð honum á Facebook - hópurinn Spottaði Diego - sem telur um fimmtán þúsund manns.
Diegó tekinn með í strætó?
Meðlimur hópsins á Facebook birti færslu fyrr í kvöld þar sem hann sagðist hafa séð einhvern taka Diegó með sér í strætó um kvöldmatarleytið.
Eigandi kattarins skrifar athugasemd og segir að Diegó finnist hvergi, hvorki heima hjá sér né í Skeifunni þar sem hann heldur gjarnan til.
Hún biðlar til fólks að hafa augun opin fyrir Diegó sé hann á vappinu í öðru umhverfi en hann er vanur.