Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:42 Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun