Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:51 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra og leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist ekki treysta Sjálfstæðisflokknum til að fjárfesta í menntakerfinu. Hann segir flokkinn hafa barist gegn fjárveitingum til málaflokksins og lagt til niðurskurð á hverju ári. Þá gagnrýnir hann einnig harðlega hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna og aðra sérskóla. „Að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun og sérskóla hér og þar. Það er ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla.“ Það sé ekki rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika. Rétta leiðin sé að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það eigi meðal annars við um námsgögn. „Halló hvar hafið þið verið í öll þessi ár?" Ásmundur segir að betra væri að efla námsgagnaútgáfu frekar en að flokka börn og setja þau í sérskóla. Kennarasambandið hafi kallað eftir því í langan tíma að fá aukið námsefni þegar kemur að íslensku sem öðru tungumáli. Jafnframt sé gert ráð fyrir 50 prósent aukningu þróunarfé til leik- og grunnskóla í fjárlögum næsta árs. Framsóknarflokkurinn sé nú kominn í fjármálaráðuneytið og þá fyrst hafi borið á auknum fjárveitingum til menntamála. „Á sama tíma koma þeir flokkar sem hafa setið í fjármálaráðuneytinu í mjög mörg ár og vilja efla námsgagnaútgáfu.“ „Bara halló, hvar hafið þið verið í öll þessi ár sem ég var í menntamálaráðuneytinu og Lilja Alfreðsdóttir á undan? Þegar þið hafið beinlínis lagt til niðurskurð á hverju einasta ári, barist gegn því að við setjum fjármagn inn í þessa málaflokka, og svo komið þið núna og ætlið að boða innspýtingu í námsgagnaútgáfu? Bara velkomin í hópinn en ég bara treysti ykkur ekki til að vera tilbúinn að til að fjárfesta í menntakerfinu,“ segir Ásmundur Einar. Viðtalið var birt á Youtube-síðu Framsóknarflokksins, en umræða um þessi atriði hófst á mínútu 34. Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir „Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12 Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54 Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Þá gagnrýnir hann einnig harðlega hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna og aðra sérskóla. „Að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun og sérskóla hér og þar. Það er ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla.“ Það sé ekki rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika. Rétta leiðin sé að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það eigi meðal annars við um námsgögn. „Halló hvar hafið þið verið í öll þessi ár?" Ásmundur segir að betra væri að efla námsgagnaútgáfu frekar en að flokka börn og setja þau í sérskóla. Kennarasambandið hafi kallað eftir því í langan tíma að fá aukið námsefni þegar kemur að íslensku sem öðru tungumáli. Jafnframt sé gert ráð fyrir 50 prósent aukningu þróunarfé til leik- og grunnskóla í fjárlögum næsta árs. Framsóknarflokkurinn sé nú kominn í fjármálaráðuneytið og þá fyrst hafi borið á auknum fjárveitingum til menntamála. „Á sama tíma koma þeir flokkar sem hafa setið í fjármálaráðuneytinu í mjög mörg ár og vilja efla námsgagnaútgáfu.“ „Bara halló, hvar hafið þið verið í öll þessi ár sem ég var í menntamálaráðuneytinu og Lilja Alfreðsdóttir á undan? Þegar þið hafið beinlínis lagt til niðurskurð á hverju einasta ári, barist gegn því að við setjum fjármagn inn í þessa málaflokka, og svo komið þið núna og ætlið að boða innspýtingu í námsgagnaútgáfu? Bara velkomin í hópinn en ég bara treysti ykkur ekki til að vera tilbúinn að til að fjárfesta í menntakerfinu,“ segir Ásmundur Einar. Viðtalið var birt á Youtube-síðu Framsóknarflokksins, en umræða um þessi atriði hófst á mínútu 34.
Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir „Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12 Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54 Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12
Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54
Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði