Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar 23. nóvember 2024 11:33 Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun