Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:17 Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar