Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:44 Ástralirnir sem veiktust voru fluttir á sjúkrahús í Bangkok í Taílandi. Annar þeirra lést. AP/Sakchai Lalit Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins. Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum eitrunarinnar en talið er að einstaklingarnir hafi neytt áfengis sem meðal annars var gert úr tréspíra. Nokkrir virðast hafa verið handteknir í tengslum við málið en starfsmenn Nana gistiheimilisins staðfestu að eigandinn og framkvæmdastjórinn væru þeirra á meðal. Tvær stúlkur frá Ástralíu sem urðu fyrir eitruninni dvöldu á gistiheimilinu. Önnur þeirra er látin og hin þungt haldin. Yfirvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum hafa gefið út ferðaviðvörun vegna málsins en ekki er vitað hversu umfangsmikið það er. Einn Bandaríkjamaður er meðal látnu, auk áströlsku stúlkunnar, tveggja Dana og 28 ára breskrar konu. Afar litlar upplýsingar hafa fengist um málið og rannsókn þess og utanríkisráðuneyti Laos neitað að tjá sig. Sjúkrahúsið þar sem sjúklingar eru taldir hafa fengið meðferð vísaði á bæjaryfirvöld í Vang Vieng, sem einnig hafa neitað að tjá sig. Guardian hefur eftir Neil Farmiloe, eiganda veitingastaðarins Kiwi Kitchen, að margir viðskiptavina hans séu uggandi vegna málsins en eins og fyrr segir er algjörlega óvíst hversu umfangsmikið það kann að vera. Vitað er að Ástralirnir tveir höfðu verið á djamminu áður en þeir veiktust og meðal annars þegið ókeypis skot af innlendum vodka ásamt öðrum gestum Nana gistiheimilisins.
Laos Áfengi og tóbak Danmörk Bandaríkin Ástralía Taíland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira