Innlent

Hótaði heimilis­mönnum með skærum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svo virðist sem fremur rólegt hafi verið á vaktinni en 36 mál voru bókuð í kerfi lögreglu.
Svo virðist sem fremur rólegt hafi verið á vaktinni en 36 mál voru bókuð í kerfi lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á vettvang í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um einstakling sem var óvelkomin í íbúð í borginni. Sá hafði tekið upp skæri og hótað íbúum en endaði á því að láta sig hverfa.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu  yfir verkefni næturinnar. Þar segir að fimm hafi gist fangageymslur nú í morgunsárið.

Einn var handtekinn eftir afskipti lögreglu en sá reyndist eftirlýstur í tengslum við annað mál.

Þá var lögregla kölluð til vegna umferðarslyss á gatnamótum nálægt miðbæ Reykjavíkur, þar sem bifreið var ekið á hjólreiðamann. Málið er sagt í rannsókn en engar upplýsingar að finna um líðan hjólreiðamannsins.

Annað umferðaróhapp varð til þess að óskráð bifreið var tekin úr umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×