Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Sarah McBride er fyrsta transkona sem kjörinn er á þing í Bandaríkjunum. AP/Mark Schiefelbein Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti. Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira