Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:01 Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun