„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 06:29 Svo virðist sem flestir Grindvíkingar sem fluttust á brott séu nú komnir í nýtt húsnæði. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum. Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild. Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild.
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira