„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 06:29 Svo virðist sem flestir Grindvíkingar sem fluttust á brott séu nú komnir í nýtt húsnæði. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum. Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild. Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild.
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira