Sá hvítt eftir árás með járnkarli Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 10:55 Meint árás er sögð hafa átt sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini. Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans. Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Í greinargerð lögreglunnar á Austurlandi segir að talið sé að meint árás hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálfsjö um kvöld 16. október síðastliðins. Hann hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Árásin hefði getað leitt til dauða „Í ljós hefur komið við rannsókn málsins að árásin reyndist vera enn alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir eftir því sem rannsókn vindur fram,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem greinargerð lögreglu er reifuð. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Lögreglan rannsakar brot mannsins sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Meint brot hans eru sögð geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Sagðist ætla að „kála henni“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá 19. október, þremur dögum eftir árásina, er haft eftir manninum að hann beri fyrir sig minnisleysi um margt af því sem átti sér stað, en hann segist hafa farið í „black out“. Þá kom fram að maðurinn teldi sjálfan sig þurfa á geðmati að halda. Maðurinn viðurkenni að hafa veist að konunni og þrengja að hálsi hennar með rúllubaggateini. Konan hafi talað um að áður en hann réðst á hana hafi hann sagt við hana að hann ætlaði sér að „kála henni“. Hending ein sé að ekki hafi farið verr. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn skömmu eftir árásina í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Landsréttur hins vegar breytti þeirri niðurstöðu og ákvað að maðurinn skyldi vistaður á sjúkrahúsi vegna andlegra veikinda hans.
Vopnafjörður Heimilisofbeldi Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira