Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 09:02 Filip Krüeger var landsliðsmaður Svíþjóðar í skvassi. Mynd/Drexeldragons Drexel-háskólinn í Philadelphia í Bandaríkjunum hefur heiðrað minningu Svíans Filip Krüeger með því að nefna skvassvöll skólans eftir honum. Krüeger var aðeins 25 ára gamall þegar hann lést í slysi á golfvelli í vor. Tré féll þá ofan á golfbíl sem hann og vinur hans sátu í. Krüeger lést samstundis en vinur hans lifði af. Krüeger var landsliðsmaður Svía í skvassi og að loknum menntaskóla ákvað hann að flytja til Bandaríkjanna til að æfa skvass hjá Drexel-háskólanum ásamt því að sinna námi í rekstrarverkfræði. Um síðustu helgi tilkynnti skólinn að skvassvöllurinn yrði nefndur eftir Krüeger, um leið og nýtt keppnistímabil hófst. Fjölskylda og vinir Krüeger voru viðstödd, ásamt liðsfélögum hans úr sænska landsliðinu og landsliðsþjálfaranum Bolbol Aziz. Alls ferðuðust fimmtán manns frá Svíþjóð til að vera viðstödd. Kærasta Krüegers og þjálfari hans í Bandaríkjunum fluttu ræður. „Það helltust auðvitað yfir mann tilfinningar. Þetta var erfitt en auðvitað alveg frábært að sjá alla ástina sem hann fær. Maður var líka stoltur að sjá þetta sem þjálfari. Þetta var því tilfinningarík en ánægjuleg stund,“ sagði Aziz við sænska miðilinn Expressen. Aziz hafði áður látið nefna völl eftir Krüeger í heimaborg hans Stokkhólmi. Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Krüeger var aðeins 25 ára gamall þegar hann lést í slysi á golfvelli í vor. Tré féll þá ofan á golfbíl sem hann og vinur hans sátu í. Krüeger lést samstundis en vinur hans lifði af. Krüeger var landsliðsmaður Svía í skvassi og að loknum menntaskóla ákvað hann að flytja til Bandaríkjanna til að æfa skvass hjá Drexel-háskólanum ásamt því að sinna námi í rekstrarverkfræði. Um síðustu helgi tilkynnti skólinn að skvassvöllurinn yrði nefndur eftir Krüeger, um leið og nýtt keppnistímabil hófst. Fjölskylda og vinir Krüeger voru viðstödd, ásamt liðsfélögum hans úr sænska landsliðinu og landsliðsþjálfaranum Bolbol Aziz. Alls ferðuðust fimmtán manns frá Svíþjóð til að vera viðstödd. Kærasta Krüegers og þjálfari hans í Bandaríkjunum fluttu ræður. „Það helltust auðvitað yfir mann tilfinningar. Þetta var erfitt en auðvitað alveg frábært að sjá alla ástina sem hann fær. Maður var líka stoltur að sjá þetta sem þjálfari. Þetta var því tilfinningarík en ánægjuleg stund,“ sagði Aziz við sænska miðilinn Expressen. Aziz hafði áður látið nefna völl eftir Krüeger í heimaborg hans Stokkhólmi.
Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira