Ólíklegt að gjósi í nóvember Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2024 15:10 Ekki er talið að nægur þrýstingur hafi byggst upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að gjósi í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira