Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:48 Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér tölfræði yfir afgreiðslu mála á 155. löggjafarþingi sem lauk í gær. Vísir/Einar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira