Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 20:02 Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jafnréttismál Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun