Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2024 07:56 Horft verður til þriggja tegunda krabbameins, þar á meðal lungnakrabbameins. Getty Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira