Um tvö aðskilin mál var að ræða en í báðum tilvikum neituðu gistiskýli Reykjavíkurborgar að taka á móti þeim, eins og það er orðað í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Annar var ekki „gjaldgengur“ og hinn í banni.
Báðir óskuðu þá eftir að fá að gista hjá lögreglu og var veitt skjól vegna kuldans.
Lögregla sinnti einnig útkalli vegna „árásarboðs“ úr verslun í Reykjavík en þar reyndist þjófur hafa kýlt starfsmann sem ætlaði að stöðva viðkomandi við þjófnað. Árásarmaðurinn komst á brott með matvöru og fannst ekki þrátt fyrir leit.
Ein tilkynning barst um vinnuslys þar sem iðnaðarmaður „lenti illa á fæti“. Var hann fluttur á slysadeild.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.