„Gaman að vera ekki aumingi“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar var laus við hækjurnar í kvöld, eftir gott þriggja vikna frí Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna. Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Sjá meira
„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07