Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ í Podgorica

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Åge Hareide og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum í dag.
Åge Hareide og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum í dag. Getty/Will Palmer

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta.

Fundurinn hófst klukkan 15:45 en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á fundinum.

Ísland er í 3. sæti riðils 4 í B-deild Þjóðadeildarinnar en Svartfjallaland án stiga í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli, 2-0.

Leikur Svartfjallalands og Íslands hefst klukkan 17:00 á morgun og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×