Þingmenn leggja nú allt kapp á að klára það sem þarf að klára áður en þingi verður slitið fyrir kosningar.
Einnig fjöllum við um veðurhvellinn sem er að skella á landinu í dag og segjum frá nýjum áherslum á landamærunum sem dómsmálaráðherra kynnti í morgun ásamt Ríkislögreglustjóra.
Að auki heyrum við í skipuleggjanda Jólaþorpsins í Hafnarfirði sem nú er risið.
Í íþróttapakkanum verður svo hitað upp fyrir landsleikinn gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á morgun.