200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar 15. nóvember 2024 10:03 Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun