Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:00 Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 ADHD Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun