Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Árni Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2024 18:31 Taiwo Badmus var frábær í kvöld og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. vísir/Diego Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. KR byrjaði eins og kóngar í þessum leik. Varnarleikurinn hélt því sóknarleikur Vals voru afleitur og það var auðvelt fyrir KR að labba í gegnum vörn Vals til að skora stigin. Staðan var 4-16 þegar um fimm mínútur voru liðnar. KR lék við hvurn sinn fingur áður en Valur náði að finna taktinn sinn og laga stöðuna sem var 20-27 eftir fyrsta leikhluta. Þórir Þorbjarnarson reyndi eins og hann gat en allt kom fyrir ekki.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þá var Valsvélin ræst. Varnarleikurinn varð betri, orkustigið varð betra hjá Val á meðan hinn góði taktur hjá KR datt niður. Valsmenn héldu KR í 17 stigum og skoruðu sjálfir 23 stig. Forskot KR var því ekki nema eitt stig í hálfleik 43-44. Valur lét kné fylgja kviði í seinni hálfleik. Byrjaði á 10 stiga spretti og hleypti KR bara ekki nær neinu sem þeim líkaði vel í sínum leik. Taiwo Badmus var frábær í fyrri hálfleik, var kominn með 20 stig þá og hélt frábærlega áfram í þriðja leikhluta. Kristinn Pálsson vaknaði til lífsins í seinni hálfleik og náði liði sínu í 10 stiga forskot um miðjan þriðja leikhluta. Badmus var kominn í 32 stig í þriðja leikhluta og Valur komst15 stigum yfir. Staðan var 74-60 er einn leikhluti var eftir. Kristinn Pálsson lagið mjög mörg lóð á vogarskálarnar í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz KR gerði vel í upphafi fjórða leikhluta og náði muninum niður í níu stig og stemmningin var með KR. Þá var dæmd villa á KR frá boltanum og þriggja stiga karfa söng í netinu fyrir Valsmenn. KR-ingar voru mjög ósáttir því þeir héldu því fram að Frank Booker væri ekki kominn í skothreyfingu þegar villan var dæmd. Dómurinn stóð, að sjálfsögðu. Valsmenn fengu boltann aftur og settu niður annan þrist og munurinn aftur kominn upp í 15 stig. Valur kom muninum upp í 19 stig 93-74 en KR-ingar voru ekki dauðir úr öllum æðum og minnkuðu muninn niður í fimm stig, 99-94, en komust ekki nær og tíminn rann út. Króatarnir í liðunum börðust á löngum köflum í leiknum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það dró tennurnar úr endurkomu KR að fá dæmda á sig villu, þriggja stiga körfu niður sem var mjög umdeild og aftur þristur niður hjá Val. KR var búið að koma sér í djúpa holu en svona atvik á þessum tímapunkti þar sem neisti er mögulega að verða að báli getur slökkt á liðum. Stjörnur og skúrkar Það voru tveir leikmenn sem voru gjörsamlega frábærir í kvöld. Taiwo Badmus var stigahæstur í leiknum. Skoraði 37 stig og leiddi Val til sigurs. KR-ingar urðu mjög hikandi á löngum köflum þegar Valsmenn náðu að stíga harðar gegn Nimrod Hilliard IV sem þó skoraði 33 stig en aðrir voru með minna. 70 stig á einni mynd.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Það var skúrkalykt síðan af Val í upphafi leiks og KR-ingum í öðrum og þriðja leikhluta sem varð til þess að ekki var nægur tími fyrir KR til að komast til baka. Annars var vel gert að gera þetta að leik. Umgjörð og stemmning Stemmningin var frábær! Rúmlega 600 sálir í salnum og létu sig vel í sér heyra allan tímann. Flottur körfuboltaleikur sem átti skilið marga í stúkunni og stemningu. Vel mætt í kvöld og mikil læti.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Voru ekki mikið fyrir lungann úr leiknum. Það var ofangreint atvik sem litaði stemmninguna en ekkert til að kvarta yfir svo sem. Viðtöl: Jakob: Seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður Jakob Sigurðsson var þungt hugsi í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hann var mjög leiður þjálfari KR, Jakob Sigurðarson, þegar blaðamaður náði á hann eftir leikinn í kvöld. „Þetta var augljóslega ekki nógu gott,“ sagði Jakob þegar hann var spurður út í leikinn í kvöld. „Seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður. Sérstaklega hvernig við komum út í seinni hálfleikinn miðað við hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum ekki á tánum, ekki nógu aggressívir og bara ekki vel tengdir sóknarlega. Áttum svo erfitt með að koma okkur aftur inn í leikinn.“ Hann var spurður að því hvað hafi breyst frá byrjun leiksins sem var frábær hjá KR. „Góð spurning. Við þurfum að skoða það. Ég veit það ekki og það þarf að skoða það hvort eitthvað hafi breyst. Við breyttum ekki neinu í okkar skipulagi þannig að það var bara framkvæmdin sem var ekki nógu góð. Við töpuðum alltof mikið af boltum sem gerði það að verkum að þeir hlupu ítrekað í bakið á okkur.“ Jakob var þá spurður hvort KR-ingar hafi orðið litlir í sér við ákafari vörn heimamanna. „Ég veit það ekki. Við vorum smá hikandi. Kannski ekki litlir í okkur. Það var meiri stemmning hjá þeim og þeir töluðu meira. Þeir urðu ekkert mikið ákafari varnarlega en við vorum hikandi í ákvörðunum. Sem varð til þess að við töpuðum boltum og tókum slæmar ákvarðanir.“ Dómararnir komu við sögu þegar KR virtist vera á leiðinni til baka og var Jakob beðinn um viðbrögð við því. „Það er risa play þegar við erum á leiðinni til baka, þeir dæma villu og telja að þeir hafi verið í skoti en ég þarf að sjá það aftur hvort leikmaðurinn þeirra hafi verið í skotinu þegar villan átti sér stað. Það eru þrjú stig og svo annan þrist strax. Það tók þetta frá okkur en við vorum mjög nálægt því að gera þetta að einnar körfu leik en það gekk ekki.“ Bónus-deild karla Valur KR
Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. KR byrjaði eins og kóngar í þessum leik. Varnarleikurinn hélt því sóknarleikur Vals voru afleitur og það var auðvelt fyrir KR að labba í gegnum vörn Vals til að skora stigin. Staðan var 4-16 þegar um fimm mínútur voru liðnar. KR lék við hvurn sinn fingur áður en Valur náði að finna taktinn sinn og laga stöðuna sem var 20-27 eftir fyrsta leikhluta. Þórir Þorbjarnarson reyndi eins og hann gat en allt kom fyrir ekki.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þá var Valsvélin ræst. Varnarleikurinn varð betri, orkustigið varð betra hjá Val á meðan hinn góði taktur hjá KR datt niður. Valsmenn héldu KR í 17 stigum og skoruðu sjálfir 23 stig. Forskot KR var því ekki nema eitt stig í hálfleik 43-44. Valur lét kné fylgja kviði í seinni hálfleik. Byrjaði á 10 stiga spretti og hleypti KR bara ekki nær neinu sem þeim líkaði vel í sínum leik. Taiwo Badmus var frábær í fyrri hálfleik, var kominn með 20 stig þá og hélt frábærlega áfram í þriðja leikhluta. Kristinn Pálsson vaknaði til lífsins í seinni hálfleik og náði liði sínu í 10 stiga forskot um miðjan þriðja leikhluta. Badmus var kominn í 32 stig í þriðja leikhluta og Valur komst15 stigum yfir. Staðan var 74-60 er einn leikhluti var eftir. Kristinn Pálsson lagið mjög mörg lóð á vogarskálarnar í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz KR gerði vel í upphafi fjórða leikhluta og náði muninum niður í níu stig og stemmningin var með KR. Þá var dæmd villa á KR frá boltanum og þriggja stiga karfa söng í netinu fyrir Valsmenn. KR-ingar voru mjög ósáttir því þeir héldu því fram að Frank Booker væri ekki kominn í skothreyfingu þegar villan var dæmd. Dómurinn stóð, að sjálfsögðu. Valsmenn fengu boltann aftur og settu niður annan þrist og munurinn aftur kominn upp í 15 stig. Valur kom muninum upp í 19 stig 93-74 en KR-ingar voru ekki dauðir úr öllum æðum og minnkuðu muninn niður í fimm stig, 99-94, en komust ekki nær og tíminn rann út. Króatarnir í liðunum börðust á löngum köflum í leiknum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það dró tennurnar úr endurkomu KR að fá dæmda á sig villu, þriggja stiga körfu niður sem var mjög umdeild og aftur þristur niður hjá Val. KR var búið að koma sér í djúpa holu en svona atvik á þessum tímapunkti þar sem neisti er mögulega að verða að báli getur slökkt á liðum. Stjörnur og skúrkar Það voru tveir leikmenn sem voru gjörsamlega frábærir í kvöld. Taiwo Badmus var stigahæstur í leiknum. Skoraði 37 stig og leiddi Val til sigurs. KR-ingar urðu mjög hikandi á löngum köflum þegar Valsmenn náðu að stíga harðar gegn Nimrod Hilliard IV sem þó skoraði 33 stig en aðrir voru með minna. 70 stig á einni mynd.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Það var skúrkalykt síðan af Val í upphafi leiks og KR-ingum í öðrum og þriðja leikhluta sem varð til þess að ekki var nægur tími fyrir KR til að komast til baka. Annars var vel gert að gera þetta að leik. Umgjörð og stemmning Stemmningin var frábær! Rúmlega 600 sálir í salnum og létu sig vel í sér heyra allan tímann. Flottur körfuboltaleikur sem átti skilið marga í stúkunni og stemningu. Vel mætt í kvöld og mikil læti.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Voru ekki mikið fyrir lungann úr leiknum. Það var ofangreint atvik sem litaði stemmninguna en ekkert til að kvarta yfir svo sem. Viðtöl: Jakob: Seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður Jakob Sigurðsson var þungt hugsi í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hann var mjög leiður þjálfari KR, Jakob Sigurðarson, þegar blaðamaður náði á hann eftir leikinn í kvöld. „Þetta var augljóslega ekki nógu gott,“ sagði Jakob þegar hann var spurður út í leikinn í kvöld. „Seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður. Sérstaklega hvernig við komum út í seinni hálfleikinn miðað við hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum ekki á tánum, ekki nógu aggressívir og bara ekki vel tengdir sóknarlega. Áttum svo erfitt með að koma okkur aftur inn í leikinn.“ Hann var spurður að því hvað hafi breyst frá byrjun leiksins sem var frábær hjá KR. „Góð spurning. Við þurfum að skoða það. Ég veit það ekki og það þarf að skoða það hvort eitthvað hafi breyst. Við breyttum ekki neinu í okkar skipulagi þannig að það var bara framkvæmdin sem var ekki nógu góð. Við töpuðum alltof mikið af boltum sem gerði það að verkum að þeir hlupu ítrekað í bakið á okkur.“ Jakob var þá spurður hvort KR-ingar hafi orðið litlir í sér við ákafari vörn heimamanna. „Ég veit það ekki. Við vorum smá hikandi. Kannski ekki litlir í okkur. Það var meiri stemmning hjá þeim og þeir töluðu meira. Þeir urðu ekkert mikið ákafari varnarlega en við vorum hikandi í ákvörðunum. Sem varð til þess að við töpuðum boltum og tókum slæmar ákvarðanir.“ Dómararnir komu við sögu þegar KR virtist vera á leiðinni til baka og var Jakob beðinn um viðbrögð við því. „Það er risa play þegar við erum á leiðinni til baka, þeir dæma villu og telja að þeir hafi verið í skoti en ég þarf að sjá það aftur hvort leikmaðurinn þeirra hafi verið í skotinu þegar villan átti sér stað. Það eru þrjú stig og svo annan þrist strax. Það tók þetta frá okkur en við vorum mjög nálægt því að gera þetta að einnar körfu leik en það gekk ekki.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti