Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2024 12:15 Ragna þekkti sinn mann og fékk mynd af sér með honum. Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. Ragna tók mynd af sér með kappanum og birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Fred again heitir réttu nafni Frederick John Phillip Gibson er 31 árs og frá Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur hann verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og meðal annars komið fram í Kaupmannahöfn og Berlín. Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Marea (we've lost dancing) sem kom út árið 2020. Lagið öðlaðist miklar vinsældir eftir að því brá fyrir í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness. Bestu vinirnir með tónleika annað kvöld Athygli vekur að bestu vinir hans í DJ-tvíeykinu Joy anonymous spila annað kvöld á tónleikum í Hvalasafninu. Skipuleggjendur segja að meðal þeirra muni koma fram sérlegir vinir þeirra. Alls ekki er staðfest að þar sé um að ræða Fred again þó ýmsir hafi spurt sig að því. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað krafta sína og gefið út nokkra danssmelli á borð við lagið peace u need svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Þá mun allur ágóði af tónleikunum renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru á sölu í morgun og seldist upp á skotstundu. Fari svo að Fred again komi fram á Hvalasafninu annað kvöld teldist það til mikilla tíðinda en hann hefur aldrei áður troðið upp á Íslandi. Hann virðist hrifinn af íslenskri hönnun en kappinn hefur oft sést klæddur í 66 norður. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is) Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Sjá meira
Ragna tók mynd af sér með kappanum og birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Fred again heitir réttu nafni Frederick John Phillip Gibson er 31 árs og frá Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur hann verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og meðal annars komið fram í Kaupmannahöfn og Berlín. Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Marea (we've lost dancing) sem kom út árið 2020. Lagið öðlaðist miklar vinsældir eftir að því brá fyrir í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness. Bestu vinirnir með tónleika annað kvöld Athygli vekur að bestu vinir hans í DJ-tvíeykinu Joy anonymous spila annað kvöld á tónleikum í Hvalasafninu. Skipuleggjendur segja að meðal þeirra muni koma fram sérlegir vinir þeirra. Alls ekki er staðfest að þar sé um að ræða Fred again þó ýmsir hafi spurt sig að því. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað krafta sína og gefið út nokkra danssmelli á borð við lagið peace u need svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Þá mun allur ágóði af tónleikunum renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru á sölu í morgun og seldist upp á skotstundu. Fari svo að Fred again komi fram á Hvalasafninu annað kvöld teldist það til mikilla tíðinda en hann hefur aldrei áður troðið upp á Íslandi. Hann virðist hrifinn af íslenskri hönnun en kappinn hefur oft sést klæddur í 66 norður. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Sjá meira