Nikita Hand sakar Conor og annan mann, James Lawrence, um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi í Dublin fyrir sex árum. Hún segist hafa óttast um líf sitt og að fá aldrei að sjá dóttur sína aftur.
Bráðaliði, sem sinnti Hand, bar vitni fyrir dómi í gær. Hún sagði að hún hefði verið með skurð á kinninni og áverka víðs vegar á líkamanum. Bráðaliðinn sagði ekki muna eftir að hafa séð jafn mikla áverka á fórnarlambi fyrr.
Samkvæmt bráðaliðanum var Hand með áverka á hálsi, bringu, fótleggjum, rassi og lærum.
Conor og Lawrence hafna sök í málinu. Lögmenn Írans halda því fram að Hand sé að reyna að kúga fé út úr honum.