Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar 12. nóvember 2024 07:31 Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun