Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2024 22:36 Simon og Garfunkel hafa lengi eldað grátt silfur en virðast loksins vera að ná saman aftur. Getty Paul Simon og Art Garfunkel sem saman mynda þjóðlagadúettinn ódauðlega Simon og Garfunkel hafa náð sáttum. Frá þessu greinir Garfunkel í viðtali við the Times. „Ég og Paul fengum okkur hádegismat saman fyrir nokkrum vikum. Það var í fyrsta skipti sem við hittumst í mörg ár. Ég leit á Paul og spurði hann „Hvað gerðist? Af hverju erum við hættir að hittast?“ Paul minntist á gamalt viðtal þar sem ég hafði látið einhver orð falla. Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann. Þegar ég lít aftur, hugsa ég með mér að líklega hafi mig langað til að hrista upp í „góðu gæja“-ímynd Simon og Garfunkel. Vitiði hvað? Það var asnalegt af minni hálfu,” segir Art Garfunkel. Hann segir sig og Paul Simon hyggjast hittast aftur á næstunni. „Mun Paul mæta með gítarinn? Hver veit? Af minni hálfu snerist þetta um að ná sáttum áður en það er um seinan. Það var eins og við værum komnir aftur á dásamlegan stað. Þegar ég hugsa um það núna, með tár á hvarmi, þá finn ég enn fyrir faðmlagi hans.“ Tvímenningarnir eru báðir 83 ára gamlir en samband þeirra hefur nánast alltaf verið stormasamt. Simon og Garfunkel kynntust á grunnskólaaldri. Á sjötta áratugnum byrjuðu þeir að flytja tónlist saman undir nafninu Tommi og Jenni án þess þó að vekja mikla athygli. Á sjöunda áratugnum þegar þjóðlagatónlist var í þann mund að verða gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum byrjuðu þeir aftur að semja saman. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í október árið 1964, Wednesday Morning, 3 A.M. en hún seldist illa. Það var ekki fyrr en um sumarið ári seinna þegar síngúllinn Sound of Silence sló í gegn. Síðan liðu fimm ár þar sem Simon og Garfunkel nutu gríðarlegra vinsælda. Þeirra síðasta stúdíóplata Bridge Over Troubled Water kom út árið 1970. Paul Simon var farinn að pæla í sólóferli sínum og Art Garfunkel var að reyna fyrir sér sem leikari á hvíta tjaldinu. „Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ The Guardian fór yfir erfiðleika þeirra í tilefni af þessum sögulegu sáttum. Í sjálfsævisögu sinni sagði Garfunkel að vinátta þeirra hefði eyðilagst vegna sólóferils Simons, og að hann myndi aldrei geta fyrirgefið honum. Þá setti Paul út á leikaraferil Garfunkels í sinni sjálfsævisögu. Árið 1981 komu Simon og Garfunkel aftur saman og héldu risastóra tónleika í Central Park-garðinum í New York. Þeir fóru jafnframt á tónleikaferðalag árið eftir, en hættu svo aftur. Aftur sameinuðust þeir árið 1993, en náðu ekki alveg saman. „Ég sé eftir því hvernig farið hefur fyrir vinskap okkar. Ég vona að einn daginn muni okkur takast að ná sáttum,“ sagði Paul Simon árið 2001 þegar hann var vígður inn í frægðarhöll rokksins. Enn og aftur reyndu þeir að ná saman árið 2003 með tónleikaferðalagi. Samband þeirra komst þó ekki í fyrra horf. „Hvernig gastu yfirgefið þetta þegar við vorum í hæstu hæðum Paul? Hvað er að þér, heimskingi? Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ sagði Garfunkel árið 2015. Ári síðar sagði Paul Simon að þeir næðu augljóslega ekki saman og því væri ólíklegt að þeir myndu nokkurn tímann spila aftur saman. Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Sjá meira
Frá þessu greinir Garfunkel í viðtali við the Times. „Ég og Paul fengum okkur hádegismat saman fyrir nokkrum vikum. Það var í fyrsta skipti sem við hittumst í mörg ár. Ég leit á Paul og spurði hann „Hvað gerðist? Af hverju erum við hættir að hittast?“ Paul minntist á gamalt viðtal þar sem ég hafði látið einhver orð falla. Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann. Þegar ég lít aftur, hugsa ég með mér að líklega hafi mig langað til að hrista upp í „góðu gæja“-ímynd Simon og Garfunkel. Vitiði hvað? Það var asnalegt af minni hálfu,” segir Art Garfunkel. Hann segir sig og Paul Simon hyggjast hittast aftur á næstunni. „Mun Paul mæta með gítarinn? Hver veit? Af minni hálfu snerist þetta um að ná sáttum áður en það er um seinan. Það var eins og við værum komnir aftur á dásamlegan stað. Þegar ég hugsa um það núna, með tár á hvarmi, þá finn ég enn fyrir faðmlagi hans.“ Tvímenningarnir eru báðir 83 ára gamlir en samband þeirra hefur nánast alltaf verið stormasamt. Simon og Garfunkel kynntust á grunnskólaaldri. Á sjötta áratugnum byrjuðu þeir að flytja tónlist saman undir nafninu Tommi og Jenni án þess þó að vekja mikla athygli. Á sjöunda áratugnum þegar þjóðlagatónlist var í þann mund að verða gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum byrjuðu þeir aftur að semja saman. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í október árið 1964, Wednesday Morning, 3 A.M. en hún seldist illa. Það var ekki fyrr en um sumarið ári seinna þegar síngúllinn Sound of Silence sló í gegn. Síðan liðu fimm ár þar sem Simon og Garfunkel nutu gríðarlegra vinsælda. Þeirra síðasta stúdíóplata Bridge Over Troubled Water kom út árið 1970. Paul Simon var farinn að pæla í sólóferli sínum og Art Garfunkel var að reyna fyrir sér sem leikari á hvíta tjaldinu. „Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ The Guardian fór yfir erfiðleika þeirra í tilefni af þessum sögulegu sáttum. Í sjálfsævisögu sinni sagði Garfunkel að vinátta þeirra hefði eyðilagst vegna sólóferils Simons, og að hann myndi aldrei geta fyrirgefið honum. Þá setti Paul út á leikaraferil Garfunkels í sinni sjálfsævisögu. Árið 1981 komu Simon og Garfunkel aftur saman og héldu risastóra tónleika í Central Park-garðinum í New York. Þeir fóru jafnframt á tónleikaferðalag árið eftir, en hættu svo aftur. Aftur sameinuðust þeir árið 1993, en náðu ekki alveg saman. „Ég sé eftir því hvernig farið hefur fyrir vinskap okkar. Ég vona að einn daginn muni okkur takast að ná sáttum,“ sagði Paul Simon árið 2001 þegar hann var vígður inn í frægðarhöll rokksins. Enn og aftur reyndu þeir að ná saman árið 2003 með tónleikaferðalagi. Samband þeirra komst þó ekki í fyrra horf. „Hvernig gastu yfirgefið þetta þegar við vorum í hæstu hæðum Paul? Hvað er að þér, heimskingi? Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ sagði Garfunkel árið 2015. Ári síðar sagði Paul Simon að þeir næðu augljóslega ekki saman og því væri ólíklegt að þeir myndu nokkurn tímann spila aftur saman.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Sjá meira