Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 12:04 Í Staðarskála er hægt að kaupa alls kyns mat. Þar er hins vegar ekki leyfilegt að koma með sinn eigin mat. Vísir/Vilhelm Rekstrarstjóri bensínstöðvarinnar í Staðarskála segir farir starfsfólks síns ekki sléttar eftir samskipti við stóran hóp erlendra ferðamanna í gær. Hópurinn hafi gengið fram með svo miklum dónaskap að það hálfa væri meira en nóg. „Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“ Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira