Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 17:07 Dekkið var algjörlega umvafið. Haraldur Sigurðarson Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum. Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum.
Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira