Má búast við hasar í hörkuverkefni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. nóvember 2024 15:32 Valskonur eiga hörkuverkefni fyrir höndum gegn sterku liði Kristianstad. vísir / hulda margrét Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi. „Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
„Við erum búin að skoða Kristianstad vel. Þær hafa verið að spila á stórum köflum gríðarlega vel í sænsku deildinni. Þær eru með þétt og gott lið. Þannig að við þurfum að leika vel til að ná í hagstæð og góð úrslit,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í samtali við íþróttadeild. Með liði Kristianstad leika þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir. Það gerir verkefnið þeim mun áhugaverðara og ávallt skemmtilegt þegar Íslendingalið koma hingað heim í Evrópuverkefni. „Jóhanna hefur verið í lykilhlutverki og verið að standa sig gríðarlega vel þarna úti. Berta hefur verið kannski í minna hlutverki en ég vonast til að sjá hana á vellinum á morgun. Hún er, eins og við munum úr deildinni hér, góður og mjög svo klókur leikmaður sem verður gaman að sjá í deildinni á morgun,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, býst við hörkuleik.Vísir/Anton Brink Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í verkefnið enda unnið alla átta leiki sína í deildinni til þessa eftir mikla sigurgöngu á síðasta tímabili. Ljóst er að verkefnið er ærið og má búast við hasar þar sem bæði lið vilja keyra upp hraðann. „Okkur hefur gengið vel og stelpurnar hafa spilað vel, bæði núna í haust og í fyrra. Við fáum aðeins öðruvísi mótherja. Þær eru líkamlega sterkar og spila sterka 6-0 vörn, þar sem Jóhanna er einmitt í miðju varnarinnar. Við þurfum að spila vel agaðan og góðan sóknarleik. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka því þær keyra mjög hátt tempo í hraðaupphlaupunum,“ segir Ágúst. Valur vann þá öruggan sigur á Zalgiris Kaunas frá Litáen í síðustu umferð en ljóst er að Kristianstad er allt annað skrímsli en þær litáísku. „Við hefðum alveg getað verið heppnari með drátt núna. En að sama skapi er ferðalagið þægilegt í útileikinn, sem er kosturinn. Sænska deildin er sterk og hærra skrifuð en sú íslenska. Það reynir svolítið á okkur og verður gaman að sjá,“ segir Ágúst. Nóg verður um að vera á Hlíðarenda fyrir leik og treystir Ágúst á góðan stuðning. Ég er sannfærður að með góðum stuðningi áhorfenda, það er góð dagskrá í Valsheimilinu fyrir bæði krakka og fullorðna, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum komið á óvart og náð í góð úrslit á morgun,“ segir Ágúst. Leikur Vals og Kristianstad er klukkan 16:30 að Hlíðarenda á morgun.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira