„Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 20:58 Sam Luczynski er skipuleggjandi hjá stéttarfélaginu Unite the Union, sem sendi fulltrúa hingað til lands til að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna í Bretlandi. Vísir/Sigurjón Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“ Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fulltrúar stéttarfélagsins Unite the Union komu hingað til lands í gær, til þess að reyna að ná tali af Lýði og Ágústi Guðmundssonum, sem oft hafa verið kallaðir Bakkavararbræður, og Sigurði Valtýssyni. Ástæðan er kjaradeila starfsmanna í samlokuverksmiðju í eigu Bakkavarar við vinnuveitendur sína. Þremenningarnir fara saman með rúmlega helmingshlut í Bakkavör. „Félagar okkar eru í verkfalli í einni verksmiðjunni þeirra í Spalding á Englandi. Þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun sem þeir eiga fyllilega skilið. Fyrirtækið hefur efni á því,“ segir Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union. Um rúmlega 500 starfsmenn sé að ræða, sem hafi verið í verkfalli sleitulaust síðan seint í september. Krafan sé launahækkun sem myndi samtals nema um tveimur prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári, þannig að um tvö þúsund króna laun á tímann myndu hækka um tæpar 150 krónur. Sex vikna verkfall starfsmanna virðist ekki duga til að fá þær kröfur uppfylltar. „Við komum hingað til að ná athygli þeirra og til að öllum hér verði ljóst hvers konar menn þetta eru. Þeir velja núna að veita ekki þessa kauphækkun en í staðinn borga þeir sér háar arðgreiðslur á hverju ári.“ Sam ásamt félögum sínum úr Unite the Union. Stéttarfélagið hefur notið liðsinnis Eflingar í baráttu sinni.Vísir/Sigurjón Stéttarfélagið hefur víða varpað upp skilaboðum vegna málsins, sem einkum er beint að bræðrunum tveimur, á stöðum nálægt fasteignum í þeirra eigu. „Það er til að ná athygli þeirra og segja: Við vitum hvar hagsmunir ykkar eru. Komið að samningaborðinu og gerið okkur tilboð sem félagar okkar geta sætt sig við,“ segir Sam. Enn hafi ekki gengið að fá bræðurnar til viðræðna, þrátt fyrir bréf sem leiðtogi stéttarfélagsins ritaði þeim í síðustu viku. Fulltrúar stéttarfélagsins séu þó vongóðir um að brátt náist ásættanleg niðurstaða í málið. Skilaboð á flettiskjá úti á Granda. „Við viljum að starfsmennirnir fari aftur að vinna fyrir laun sem þeir verðskulda. Þeir vilja ekki vera í verkfalli og við viljum ekki vera hér.“ Í október sendi Bakkavör frá sér yfirlýsingu þar sem vonbrigðum var lýst með verkfallsaðgerðirnar og þá staðreynd að verkalýðsfélagið hefði hvatt 400 starfsmenn til að fara í verkfall, þrátt fyrir tilboð um launahækkanir umfram verðbólgu. Samningar hefðu náðst um laun á tuttugu öðrum starfsstöðvum félagins í Bretlandi. Sam segir herferðina þó munu standa eins lengi og þörf krefur, og er með einföld skilaboð til Bakkavarar: „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna.“
Bretland Kjaramál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55