„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Hjörvar Ólafsson skrifar 7. nóvember 2024 17:54 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var léttur, ljúfur og kátur að leik loknum. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. „Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta var frábær sigur fyrir okkar klúbb og bara fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni að mínu mati. Við erum hér að spila við sterkt lið sem hefur staðið sig vel í Evrópukeppnum síðustu árin og á þessu tímabili. Við vinnum þá sannfærandi sem er mjög sterkt,“ sagði Arnar Bergmann í samtali við Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki hvort ég sé bara orðinn svo gráðugur en mér fannst við geta skorað fleiri mörk í þessum leik eins og í leiknum á móti Cercle Brugge. En að vinna 2-0 og halda markinu hreinu er bara virkilega flott frammistaða,“ sagði hann einnig. „Það var lazer fókus hjá okkur nánast allan tíman fyrir utan kannski síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið værukærir á boltann. Mér fannst leikmenn mínir vera on it, hungraðir og nýttu sér sársaukann frá tapinu gegn Blikum til þess að fá innri reiði til þess að innbyrða þennan sigur,“ sagði þjálfarinn stoltur. „Þeir náðu að spila boltanum ágætlega sín á milli úti á vellinum en við gáfum fá sem engin færi á okkur og leikplanið hjá okkur var bara spot on. Mér fannst frammistaðan okkar vera upp á svona 8,5. Ef við hefðum nýtt upphlaupin okkar betur og skorað til fjögur til fimm mörk sem mér fannst við hæglega getað gert hefðu leikmennirnir fengið níu. En aftur er ég kannski of gráðugur þegar ég bið um þetta,“ sagði hann um spilamennsku sinna manna. Draumamarkmiðið okkar eftir að við tryggðum okkur inn í deildarkeppnina var að koma okkur inn í umspilið. Við vitum það betur eftir leikinn við Noah í Armeníu í hvaða stöðu við verðum. Ef við náum hagstæðum úrslitum þar breytum við kannski markmiðunum,“ sagði Arnar um stöðu Víkings í keppninni.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira