Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 11:57 Kristrún varar við hugmyndum Ingu um lífeyrissjóðakerfið. Vísir/Anton Brink Hugmyndir Ingu Sæland um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa farið öfugt ofan í ýmsa. Varaþingmaður segir Ingu lýsa því hvernig hún muni „varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir“ og formaður Samfylkingar telur áformin feigðarflan. Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira