Sætanýtingin aldrei verið betri í október Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 10:39 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þar segir að samdrátturinn þegar kemur að farþegafjölda sé í takt við áætlun félagsins um að draga úr framboði sínu á tengiflugi yfir Atlantshafið. „Stundvísi Play var 91,4% í liðnum október, samanborið við 85,8% í október í fyrra. Af þeim sem ferðuðust með Play í október voru 33,4% á leið frá Íslandi, 39,1% voru á leið til Íslands og 27,5% voru tengifarþegar (VIA). Play heldur áfram að bæta við sig markaðshlutdeild á heimamarkaði, en farþegum sem flugu með Play frá Íslandi fjölgaði um 5% á milli ára, úr 43.872 í október í fyrra í 46.143 í október í ár. Sömuleiðis fjölgaði farþegum um 3% sem flugu með Play til Íslands, úr 52.368 í október 2023 í 54.018 í október 2024. Play hefur aukið sætaframboð á sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu um 17% en frammistaða þeirra markaða hefur engu að síður haldið sér með mikilli eftirspurn. Þróun á einingatekjum var jákvæð í liðnum september, samanborið við september í fyrra. Er það í fyrsta sinn síðan í vor sem einingatekjurnar eru hærri en í samsvarandi mánuði í fyrra. Þessi þróun hélt áfram í október og eru horfurnar fyrir það sem eftir lifir árs og inn í það næsta jákvæðar,“ segir í tilkynningunni. Jákvæð áhrif Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. „Annan mánuðinn í röð eru einingatekjur hærri samanborið við sama mánuð 2023 og þrátt fyrir að framboðið hafi verið aukið þá hefur það ekki komið niður á frammistöðu þeirra áfangastaða. Við settum met í sætanýtingu í októbermánuði og horfurnar út árið og inn í næsta ár eru jákvæðar. Stundvísi okkar í októbermánuði var framúrskarandi sem gerir PLAY enn eina ferðina að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er afrakstur þeirrar gríðarlegu vinnu sem samstarfsfólk mitt hjá PLAY skilar á hverjum degi til að tryggja farþegum okkar öruggt og áreiðanlegt ferðalag,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þar segir að samdrátturinn þegar kemur að farþegafjölda sé í takt við áætlun félagsins um að draga úr framboði sínu á tengiflugi yfir Atlantshafið. „Stundvísi Play var 91,4% í liðnum október, samanborið við 85,8% í október í fyrra. Af þeim sem ferðuðust með Play í október voru 33,4% á leið frá Íslandi, 39,1% voru á leið til Íslands og 27,5% voru tengifarþegar (VIA). Play heldur áfram að bæta við sig markaðshlutdeild á heimamarkaði, en farþegum sem flugu með Play frá Íslandi fjölgaði um 5% á milli ára, úr 43.872 í október í fyrra í 46.143 í október í ár. Sömuleiðis fjölgaði farþegum um 3% sem flugu með Play til Íslands, úr 52.368 í október 2023 í 54.018 í október 2024. Play hefur aukið sætaframboð á sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu um 17% en frammistaða þeirra markaða hefur engu að síður haldið sér með mikilli eftirspurn. Þróun á einingatekjum var jákvæð í liðnum september, samanborið við september í fyrra. Er það í fyrsta sinn síðan í vor sem einingatekjurnar eru hærri en í samsvarandi mánuði í fyrra. Þessi þróun hélt áfram í október og eru horfurnar fyrir það sem eftir lifir árs og inn í það næsta jákvæðar,“ segir í tilkynningunni. Jákvæð áhrif Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. „Annan mánuðinn í röð eru einingatekjur hærri samanborið við sama mánuð 2023 og þrátt fyrir að framboðið hafi verið aukið þá hefur það ekki komið niður á frammistöðu þeirra áfangastaða. Við settum met í sætanýtingu í októbermánuði og horfurnar út árið og inn í næsta ár eru jákvæðar. Stundvísi okkar í októbermánuði var framúrskarandi sem gerir PLAY enn eina ferðina að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er afrakstur þeirrar gríðarlegu vinnu sem samstarfsfólk mitt hjá PLAY skilar á hverjum degi til að tryggja farþegum okkar öruggt og áreiðanlegt ferðalag,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira