Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Lífeyrissjóðir Kjaramál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar