Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar 6. nóvember 2024 15:15 Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Marinósdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft hugsað um það hvað það hlýtur að vera krefjandi starf að vera kennari. Ég hugsaði það þegar bekkjarsystkini mín grættu dönskukennarann í áttunda bekk, ég hugsaði það þegar ég óskaði grunnskólakennaranum mínum til hamingju með að vera ólétt - þremur árum of seint og ég hugsaði það þegar ég keyrði dætur mínar í skólann í morgun. Það er mikið ábyrgðarstarf að vera kennari. Að koma ungu fólki upp og áfram þrátt fyrir allt sem gengur á í þeirra - og okkar eigin lífi. Að berjast fyrir þeirra framförum og vexti þrátt fyrir líkamlegar og andlegar takmarkanir og það sem erfiðast er - að styðja við börn án þess að vita hvað bíður þeirra annars staðar. Tölfræði um ofbeldi gegn börnum segir okkur að það er barn sem lendir í ofbeldi eða býr við ofbeldi í hverjum skóla, í hverjum bekk og jafnvel fleiri en eitt. Það er þung byrði og þar geta kennarar verið svo mikilvæg tenging til hins betra. Billy bókahillan Ég er sannfærð um að engin ein stétt hefur haft eins djúpstæð áhrif á mig og börnin mín eins og kennarastéttin. Sjálfstraust mitt er að stórum hluta sett saman af þolinmóðum kennurum á lágmarkslaunum. Með viljan að vopni hefur verið skrúfað upp í hugrekki mínu og hert á vinnusemi og heiðarleika líkt og verið væri að sérsmíða Billy bókahillu í unglingaherbergið á mér. Gott fólk með lausþýdda bæklinga sér til stuðnings hefur gefið innvolsinu í mér stöðugleika, bætt við hillum í höfuð mér, eina námsgrein í einu, eina útskýringu í einu. Röng skrúfa, taka í sundur, snúa hillunni við, byrja aftur. Viltu útskýra einu sinni enn? Óveðursský Það var grunnskólakennari sem kenndi mér að útivera og krefjandi fjallaferðir settu allt í samhengi þegar ADHD var ekki annað en óveðursský í skólum landsins. Það var enskukennarinn minn í FG sem sagði mér með bláum blekpenna aftan á prófverkefni að ég væri rithöfundur. Það var fjölmiðlafræðikennarinn minn sem kenndi mér að erfiðustu viðfangsefnin sem ég myndi nokkru sinni gera skil hefðu upphaf og orsök sem væru oftast langt frá því sem ég kæmi auga á eða gæti ímyndað mér í upphafi. Spurðu þig alltaf, hvers vegna er viðkomandi svona? Hvað gerðist? Hvert er samhengið og skiptir það máli hér? Laglegar leiðbeiningar Það var svo kennari í meistaranáminu sem sagði mér að það minnkaði mig enginn nema ég sjálf. Aðrir gætu sagt og gert það sem þeir vildu, en aðeins ég sjálf réði því hverju ég hleypti inn og hvað hefði áhrif á mig. Styrkurinn sem fylgir góðum kennurum er fjársjóður sem fylgir út lífið. Börnin mín búa við þau lífsgæði að kennarar þeirra hafa ekki aðeins komið þeim upp og áfram svo langt umfram starfsskyldu sína heldur hafa þessir sömu kennarar gert okkur foreldrana að færari uppalendum með laglegum leiðbeiningum og kærleik sem komu ávallt sem gjöf og gæska til að stækka okkur í foreldrahlutverkinu og um leið börnin. Þessi grein hefur ekki djúpan og margþættan tilgang, sá djúpi er kenndur annars staðar af mun hæfara fólki en mér. Tilgangurinn hér er bara einn: Að þakka fólkinu sem lagði sig fram fyrir mig og mína. Takk Kristín (báðar tvær), Edda, Gréta, Sunna, Casper, Lovísa, Sigrún, Linda, Áki, Guðlaug, Dagbjört, Ágústa, Aðalheiður, Guðfinna, Gunnsteinn og öll þið hin núverandi og tilvonandi. Takk kennarar! Og afsakið dólgslætin í mér þarna á allra verstu gelgjunni, sérstaklega í 9. bekk og afsakið mig öll sem reyndu að kenna mér stærðfræði þar til ég fékk áhuga á innstæðum. #takkkennarar Höfundur er með B.A. í fjölmiðlafræði, meistaragráðu í verkefnastjórnun og er tveggja barna móðir.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun