Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Jonathan Pasqual kemur hér í mark á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Hawaiieyjum á dögunum. Getty/Sean M. Haffey Eitt er að klára járnkarl sem er ein erfiðasta þrekraunin í íþróttaheiminum en hvað þá að gera það þegar þú ert á sama tíma að berjast við krabbamein á seinni stigum. Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a> Þríþraut Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a>
Þríþraut Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira