Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2024 22:01 Elon Musk á sviði á kosningafundi Trumps í Madison Square Garden í New York á dögunum. AP/Evan Vucci Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. Chris Gober, umræddur lögmaður, sagði að fólkið hafa verið valið vegna baksögu þeirra og þau skrifi undir samning við aðgerðasjóðinn. Hann sagði að næstu tveir „sigurvegarar“ yrðu valdir í Arizona og Michigan og því hefði „happdrættið“ ekki áhrif á kosningarnar í Pennsylvaníu en keppnin var eingöngu haldin þar fyrstu dagana, áður en hinum sveifluríkjunum svokölluðu var bætt við. „Við vitum nákvæmlega hver verður tilkynntur sem sigurvegari og fær milljónina í dag og á morgun,“ sagði Gober. Keppninni lýkur eftir morgundaginn. Musk hefur varið fúlgum fjár til stuðnings Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Segja keppnina brjóta lög Saksóknarar í Pennsylvaníu hafa höfðað mál gegn aðgerðasjóðnum og segja umrædda keppni ekki löglega. Sigurvegarar séu ekki valdir af handahófi og að reglur keppninnar hafi hvergi verið opinberaðar, eins og lög ríkisins segja til um. Ummælin eru þvert á loforð Musks þegar hann tilkynnti þetta happdrætti upprunalega á kosningafundi með Donald Trump í Harrisburg í Pennsylvaníu. Þá sagði hann að sigurvegarar yrðu valdir af handahófi úr hópi fólks sem skrifaði hefði undir undirskriftalista America PAC en sá listi sneri að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Sérfræðingar efuðust strax um lögmæti þessa happdrættis og hófu yfirvöld í Pennsylvaníu rannsókn á því. AP fréttaveitan segir frá því að í dósmal í dag hafi Larry Krasner, héraðssaksóknari í Philadelphia, sem höfðaði mál gegn aðgerðasjóðnum, spurt sérstaklega um það hvernig Musk lýsti keppninni á þann veg að fólk yrði valið af handahófi. Einn forsvarsmanna aðgerðasjóðsins sagði lýsingar auðjöfursins hafa komið sér á óvart og að hann hefði sjálfur ekki lýst keppninni þannig. Ljóst er að hvergi kemur fram á vef America PAC að sigurvegarar séu valdir af handahófi, þó Musk hafi sagt það. Musk hafði einni sagt að til að vinna þyrftu sigurvegara að verða „talsmenn undirskriftalistans“. Í lögsókn Krasner gegn sjóðnum segir að ekki sé um happdrætti að ræða, heldur hafi sigurvegararnir verið valdir. Vísaði hann til þess að fyrstu tveir sigurvegararnir voru með Musk á sviði þegar nöfn þeirra voru opinberuð. Larry Krasner, héraðssaksóknari Philadelphia í Pennsylvaníu, er hér fyrir miðju.AP/Matt Slocum Í nýlegri frétt NBC segir að allir nema einn þeirra sigurvegara sem hafa verið opinberað hafi neitað að tjá sig um milljónina. Sá sem svaraði sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann var valinn. Þá var hann spurður um viðbrögð við því að enginn stuðningsmaður Demókrataflokksins hefðu fengið milljón og sagði hann það ekki koma sér á óvart. Hæpið væri að stuðningsmenn Demókrata vildu skrifa undir áðurnefndan undirskriftalista, þeir væru ólíklegir til að „styðja stjórnarskrána“. Í dómsal í dag sýndu saksóknarar mynd af færslu Musks á X frá 20. október, þar sem hann skrifaði að þeir sem skrifuðu undir undirskriftalistann fengju daglegt tækifæri til að vinna milljón dala. Gober hélt því þó fram að orðin „af handahófi“ (e. randomly) þýddu ekki endilega að sigurvegararnir væru valdir með slembivali. Krasner sagði það fáránlega röksemdarfærslu. „Þetta var pólitísk markaðssetning dulbúin sem happdrætti,“ sagði Krasner. „Það er það sem þetta er. Þetta eru prettir.“ Dómari málsins komst þó að þeirri niðurstöðu að Musk mætti halda keppninni áfram í Pennsylvaníu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. 3. september 2024 09:35 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Chris Gober, umræddur lögmaður, sagði að fólkið hafa verið valið vegna baksögu þeirra og þau skrifi undir samning við aðgerðasjóðinn. Hann sagði að næstu tveir „sigurvegarar“ yrðu valdir í Arizona og Michigan og því hefði „happdrættið“ ekki áhrif á kosningarnar í Pennsylvaníu en keppnin var eingöngu haldin þar fyrstu dagana, áður en hinum sveifluríkjunum svokölluðu var bætt við. „Við vitum nákvæmlega hver verður tilkynntur sem sigurvegari og fær milljónina í dag og á morgun,“ sagði Gober. Keppninni lýkur eftir morgundaginn. Musk hefur varið fúlgum fjár til stuðnings Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Segja keppnina brjóta lög Saksóknarar í Pennsylvaníu hafa höfðað mál gegn aðgerðasjóðnum og segja umrædda keppni ekki löglega. Sigurvegarar séu ekki valdir af handahófi og að reglur keppninnar hafi hvergi verið opinberaðar, eins og lög ríkisins segja til um. Ummælin eru þvert á loforð Musks þegar hann tilkynnti þetta happdrætti upprunalega á kosningafundi með Donald Trump í Harrisburg í Pennsylvaníu. Þá sagði hann að sigurvegarar yrðu valdir af handahófi úr hópi fólks sem skrifaði hefði undir undirskriftalista America PAC en sá listi sneri að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Sérfræðingar efuðust strax um lögmæti þessa happdrættis og hófu yfirvöld í Pennsylvaníu rannsókn á því. AP fréttaveitan segir frá því að í dósmal í dag hafi Larry Krasner, héraðssaksóknari í Philadelphia, sem höfðaði mál gegn aðgerðasjóðnum, spurt sérstaklega um það hvernig Musk lýsti keppninni á þann veg að fólk yrði valið af handahófi. Einn forsvarsmanna aðgerðasjóðsins sagði lýsingar auðjöfursins hafa komið sér á óvart og að hann hefði sjálfur ekki lýst keppninni þannig. Ljóst er að hvergi kemur fram á vef America PAC að sigurvegarar séu valdir af handahófi, þó Musk hafi sagt það. Musk hafði einni sagt að til að vinna þyrftu sigurvegara að verða „talsmenn undirskriftalistans“. Í lögsókn Krasner gegn sjóðnum segir að ekki sé um happdrætti að ræða, heldur hafi sigurvegararnir verið valdir. Vísaði hann til þess að fyrstu tveir sigurvegararnir voru með Musk á sviði þegar nöfn þeirra voru opinberuð. Larry Krasner, héraðssaksóknari Philadelphia í Pennsylvaníu, er hér fyrir miðju.AP/Matt Slocum Í nýlegri frétt NBC segir að allir nema einn þeirra sigurvegara sem hafa verið opinberað hafi neitað að tjá sig um milljónina. Sá sem svaraði sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann var valinn. Þá var hann spurður um viðbrögð við því að enginn stuðningsmaður Demókrataflokksins hefðu fengið milljón og sagði hann það ekki koma sér á óvart. Hæpið væri að stuðningsmenn Demókrata vildu skrifa undir áðurnefndan undirskriftalista, þeir væru ólíklegir til að „styðja stjórnarskrána“. Í dómsal í dag sýndu saksóknarar mynd af færslu Musks á X frá 20. október, þar sem hann skrifaði að þeir sem skrifuðu undir undirskriftalistann fengju daglegt tækifæri til að vinna milljón dala. Gober hélt því þó fram að orðin „af handahófi“ (e. randomly) þýddu ekki endilega að sigurvegararnir væru valdir með slembivali. Krasner sagði það fáránlega röksemdarfærslu. „Þetta var pólitísk markaðssetning dulbúin sem happdrætti,“ sagði Krasner. „Það er það sem þetta er. Þetta eru prettir.“ Dómari málsins komst þó að þeirri niðurstöðu að Musk mætti halda keppninni áfram í Pennsylvaníu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. 3. september 2024 09:35 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15
Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09
Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. 3. september 2024 09:35