Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 4. nóvember 2024 17:15 Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Fjölmenning Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun