Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 4. nóvember 2024 17:15 Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Fjölmenning Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar