Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar 4. nóvember 2024 09:45 Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Þungunarrof Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari.
Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun