Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2024 06:28 Jóhanna Dröfn segir ótímabundin verkföll í aðeins fjórum leikskólum mismuna börnum. Afleiðingarnar geti verið alvarlega til lengri tíma. Samsett Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum. Þá segir Jóhanna Dröfn aðgerðirnar einnig ábyrgðarlausar og geta haft slæmt áhrif til frambúðar. „Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því,“ segir Jóhanna Dröfn og að það geti haft alvarlega afleiðingar fyrir börn sem er sífellt „verið að koma fyrir í pössun“. Jóhanna Dröfn starfar sem læknir á geðsviði spítalans og segir verkfallið einnig hafa áhrif á það. „Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins,“ segir Jóhanna Dröfn. Ekki samræmi hjá kennurum og læknum Þá segir Jóhanna Dröfn skrítið að verkfallsaðgerðir kennara séu löglegar, en ekki lækna. Verkfalli lækna var frestað og tilkynnt að boðað yrði til nýs verkfalls en ríkið taldi verkfallsboðun lækna ólöglega. Verkfallsboðun kennara fór fyrir Félagsdóm og var dæmd lögleg. Læknar ákváðu að fara ekki þá leið því þeir töldu það geta frestað verkfalli fram í desember. „Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint?“ spyr hún í grein sinni. Þá vill hún fá betri svör við því hvers vegna fjórir leikskólar voru valdir í þessar verkfallsaðgerðir og hvernig þeir voru valdir. Einnig vill hún vita hvers vegna verkfallið er ótímabundið á þessum leikskólum en ekki í þeim grunn- eða framhaldsskólum þar sem boðað hefur verið til verkfalls. „Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar.“ Hvorki Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara né Kennarasamband Íslands hafa, samkvæmt heimildum fréttastofu, svarað fyrirspurnum foreldra á Drafnarsteini og á leikskólanum á Seltjarnarnesi um það hvernig leikskólarnir voru valdir og af hverju verkfallið er ótímabundið í leikskólum. Ekki búið að boða til nýs fundar Ekki er búið að boða til nýs fundar í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær síðasta fund hafa gengið vel en það virðist enn vera langt í samninga. Deiluaðilar funduðu í fyrradag. Verkföll í níu skólum hófust fyrir helgi. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bætast við hópinn eftir tvær vikur og kennarar Árbæjarskóla, Garðaskóla og Heiðarskóla eftir þrjár vikur. Engin önnur atkvæðagreiðsla um verkföll er í gangi sem stendur. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ein deild opin á tveimur leikskólum Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. 30. október 2024 09:53 „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. 28. október 2024 20:05 Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Kæru foreldrar. Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. 24. október 2024 18:31 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Þá segir Jóhanna Dröfn aðgerðirnar einnig ábyrgðarlausar og geta haft slæmt áhrif til frambúðar. „Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því,“ segir Jóhanna Dröfn og að það geti haft alvarlega afleiðingar fyrir börn sem er sífellt „verið að koma fyrir í pössun“. Jóhanna Dröfn starfar sem læknir á geðsviði spítalans og segir verkfallið einnig hafa áhrif á það. „Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins,“ segir Jóhanna Dröfn. Ekki samræmi hjá kennurum og læknum Þá segir Jóhanna Dröfn skrítið að verkfallsaðgerðir kennara séu löglegar, en ekki lækna. Verkfalli lækna var frestað og tilkynnt að boðað yrði til nýs verkfalls en ríkið taldi verkfallsboðun lækna ólöglega. Verkfallsboðun kennara fór fyrir Félagsdóm og var dæmd lögleg. Læknar ákváðu að fara ekki þá leið því þeir töldu það geta frestað verkfalli fram í desember. „Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint?“ spyr hún í grein sinni. Þá vill hún fá betri svör við því hvers vegna fjórir leikskólar voru valdir í þessar verkfallsaðgerðir og hvernig þeir voru valdir. Einnig vill hún vita hvers vegna verkfallið er ótímabundið á þessum leikskólum en ekki í þeim grunn- eða framhaldsskólum þar sem boðað hefur verið til verkfalls. „Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar.“ Hvorki Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara né Kennarasamband Íslands hafa, samkvæmt heimildum fréttastofu, svarað fyrirspurnum foreldra á Drafnarsteini og á leikskólanum á Seltjarnarnesi um það hvernig leikskólarnir voru valdir og af hverju verkfallið er ótímabundið í leikskólum. Ekki búið að boða til nýs fundar Ekki er búið að boða til nýs fundar í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær síðasta fund hafa gengið vel en það virðist enn vera langt í samninga. Deiluaðilar funduðu í fyrradag. Verkföll í níu skólum hófust fyrir helgi. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bætast við hópinn eftir tvær vikur og kennarar Árbæjarskóla, Garðaskóla og Heiðarskóla eftir þrjár vikur. Engin önnur atkvæðagreiðsla um verkföll er í gangi sem stendur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ein deild opin á tveimur leikskólum Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. 30. október 2024 09:53 „Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. 28. október 2024 20:05 Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Kæru foreldrar. Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. 24. október 2024 18:31 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Ein deild opin á tveimur leikskólum Ein deild er opin á bæði leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og leikskólanum á Seltjarnarnesi í dag. Þar eru deildarstjórar ekki félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og því er hægt að hafa opið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir það undir sveitarfélaginu komið að ákveða það. KÍ geri ekki athugasemdir við það. 30. október 2024 09:53
„Ég skil vel foreldra sem eru í vandræðum“ Vinnustöðvun kennara í níu skólum víða um land hefst á miðnætti. Leikskólastjóri og foreldri barns þar segjast bæði taka einn dag í einu en vonast til þess að hægt verði að semja sem fyrst. 28. október 2024 20:05
Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Kæru foreldrar. Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. 24. október 2024 18:31