Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:03 Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/ívar Sjúkratryggingar Íslands hyggjast fara með niðurstöðu nýs úrskurðar, þar sem lögð var fjörutíu milljóna sekt á stofnunina vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, fyrir dómstóla. Forstjóri stofnunarinnar segir að málið gæti reynst afdrifaríkt. Hann hafnar ásökunum um mismunun. Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Greint var frá úrskurðinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segulómunarfyrirtækið Intuens, sem sótt hefur um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum eins og þrjú önnur myndgreiningarfyrirtæki en ekki fengið, kærði stofnunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru ólögmætir, fara hefði átt í útboð, - en brýnir almannahagsmunir krefðust þess að þeim yrði framhaldið til 1. janúar. 41 milljónar króna stjórnvaldssekt var jafnframt lögð á Sjúkratryggingar. „Við teljum ákaflega brýnt að reyna á það hvort þessi niðurstaða sé rétt og munum þess vegna óska eftir því að málið fari fyrir dómstóla og þar komi fram skýrari niðurstaða um það hvort heilbrigðisþjónusta sé útboðsskyld, segir Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Lítið þið ekki svo á að í þessari niðurstöðu felist ákveðinn áfellisdómur yfir ykkur? „Það náttúrulega kemur fram að okkur hafi borið að bjóða þessa þjónustu út og ef sú niðurstaða stendur er það gagnrýni á það hvernig Sjúkratryggingar hafa haldið á þessum málum.“ Gæti haft miklar afleiðingar Sigurður bendir á að útboð sé þegar hafið og standi enn yfir. Gagnrýni framkvæmdastjóra Intuens í gær sneri einkum að því að hún telji útboðið sérsniðið að fyrirtækjunum sem þegar eru á samning. Sigurður hafnar öllum slíkum ásökunum um mismunun. „Tilgangur sjúkratrygginga er fyrst og fremst að tryggja almenningi aðgang að alhliða myndgreiningarþjónustu af viðeigandi gæðum og það er það sem við vinnum að. Við erum ekki að sérsníða þetta útboð að neinu öðru en hagsmunum almennings, ef við getum orðað það þannig,“ segir Sigurður. Málið gæti reynst afdrifaríkt í stærra samhengi. „Ef öll heilbrigðisþjónusta er útboðsskyld þá hefur það mjög miklar afleiðingar, bæði fyrir starfsemi Sjúkratrygginga og þá samninga sem við gerum, en líka fyrir skipulag alls heilbrigðiskerfisins. Þannig að hér er um að ræða geisilega þýðingarmikið mál, sem verður að fá skýra niðurstöðu gagnvart.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Framkvæmdastjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. 2. nóvember 2024 19:02