Ivana Andrés kom Inter yfir um miðjan fyrri hálfleik eftir undirbúning Katie Bowen. Véronica Bouqete jafnaði svo leikinn með marki úr vítaspyrnu fyrir heimaliðið Fiorentina á 61. mínútu.
Hart var tekist á og alls átta gul spjöld fóru á loft í leiknum. Sigurmarkið var svo skorað í uppbótartíma, Lucia Pastrenge átti skotið og Cecilía kom vörnum ekki við.
Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir var ekki í leikmannahópi Fiorentina. Hún kom inn af bekknum í fyrstu fimm deildarleikjunum, byrjaði svo einn leik en hefur nú verið utan hóps tvo leiki í röð. Einnig hefur hún ekki komið við sögu í fjórum Meistaradeildarleikjum liðsins á þessu tímabili.

Fiorentina situr í öðru sæti deildarinnar með 22 stig og hefur unnið sjö af átta leikjum, tapað gegn Juventus, sem er á toppnum með 22 stig eftir 3-0 sigur á útivelli gegn Napoli samtímis í dag. Inter er í þriðja sæti með fimmtán stig.