Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 21:02 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka. Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira