„Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2024 21:05 Björgvin Sólberg Björgvinsson býr í Hlíðarendahverfinu. Hann óttast öryggi gangandi vegfarenda vegna stanslausrar umferðar vinnuvéla þar. Vísir/Ívar Fannar Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin. Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Sjá meira
Í hverfinu eru um sjö hundruð íbúðir og stefnt er að því að reisa níu hundruð til viðbótar. Vinnusvæði má finna bæði norðvestan og norðaustan við hverfið. Lítið um merkingar Um götur þessa litla hverfis er ekið um á fjölmörgum stórvirkum vinnuvélum bróðurpart dags. Íbúar þar hafa áhyggjur af öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda og segja öryggi þeirra ekki tryggt. „Það eru engar merkingar, það er engin lokun hérna. Maður spyr sig hvaða undirbúningsvinna hafi verið gerð varðandi öryggi í kringum vinnusvæðin,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, íbúi í hverfinu. Áhættumat fyrir íbúa Það er enginn skóli í hverfinu en íþróttafélagið Valur er með aðsetur þar. Því er stöðugur straumur barna þar alla daga. Í fréttinni hér fyrir ofan er sýndur gangstéttarkafli þar sem búið er að setja upp girðingu beggja vegna við götuna. Þeir sem labba þar þurfa því að ganga á götunni til að komast leiðar sinnar. Þar sem gengið er á götunni er svo innkeyrsla inn á vinnusvæði þar sem fjölmargar vinnuvélar aka dagsdaglega. „Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg framkvæmi áhættumat á hættum sem verða af vinnusvæðum eins og þessum inni í íbúabyggð,“ segir Björgvin. Einhver þurfi að bregðast við Íbúar hafa ítrekað reynt að krefja borgina og íþróttafélagið um að tryggja öryggi fólks en lítið gerst. „Staðan er bara sú fyrir okkur að það verður slys hérna. Það hafa komið upp tilvik þar sem krakkar hafa þurft að hoppa frá. Það datt strákur af hjóli hérna í síðustu viku og ég held að grafan hafi aldrei séð hann. Við erum að horfa upp á það að það verður slys. Það verður einhver að bregðast við og það þarf að gera það strax,“ segir Björgvin.
Reykjavík Börn og uppeldi Umferðaröryggi Byggingariðnaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Sjá meira