„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 13:10 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir ganga hratt á sjóði Grindavíkurbæjar og kallar eftir viðbótarstuðningi. Vísir/Arnar Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í nýlegri bókun lýsir bæjarstjórn Grindavíkurbæjar yfir miklum áhyggjum af þingstörfum haustsins, sem eru af skornum skammti, og segja óvissuna um hvort ýmis stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga verði framlengd bagalega. Fyrirsjánleiki sé nauðsynlegur fyrir bæði fyrirtæki og fólk og vafinn óásættanlegur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, nefnir ýmis úrræði sem hann telur að þurfi að framlengja líkt og rekstrarstuðning við fyrirtæki, sérstakan húsnæðisstuðning, stofnframlög og varðandi uppkaup á íbúðarhúsnæði. „Margt af þessu þarf að gerast fyrir áramót og það hittist auðvitað illa á með tímann varðandi kosningar fram undan og myndun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þannig það tefur okkur en það er mjög brýnt að taka til hendinni þarna,“ segir Fannar. Á Alþingi í dag er til umræðu frumvarp um afurðasjóð Grindavíkurbæjar, sem felur í sér framlengingu á úrræði sem gerir rekstraraðilum sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum eða fóðri, kleift að sækja um fjárhagsaðstoð. Aðspurður um frekari framlengingu á úrræðum gefur Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, ekki mikið upp. „Í síðustu viku eða þar síðustu lagði ég fram frumvarp um stuðningslán. Við höfum verið að skoða það sem nauðsynlegt er og óhjákvæmilegt við þessar sérstöku aðstæður en aðrar stærri ákvarðanir verða einfaldlega að bíða nýrrar ríkisstjórnar og nýs þings,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm Í tillögum frá Grindavíkurnefnd segir að koma þurfi til móts við bæjarsjóð Grindavíkur eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot á næsta ári. Bent er á að útsvarstekjur hafi fallið verulega í samræmi við fækkun íbúa, tekjur af fasteignagjöldum sé nær engar og miðað við útreikninga stefni í allt að tveggja milljarða hallarekstur á næsta ári. Aðspurður um þessa stöðu bendir Sigurður Ingi á að viðbótarframlag hafi verið tryggt. Eðlilegt sé að fjallað verði frekar um málið í nýrri ríkisstjórn. Fannar bendir á að samið hafi verið um þá greiðslu í febrúar og að von hafi verið á henni á árinu. Greiðslan, sem hljóðar upp á sex hundruð milljónir króna, hafi aftur á móti dregist. Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025, segir Grindavíkurnefnd.Vísir/Vilhelm „Þannig það er aðeins verið að efna ákvæði þessa samnings en við þurfum frekari stuðning inn á næsta ár. Þó að Grindavíkurbær hafi staðið einstaklega vel við upphaf þessara hamfara, með því að skulda ekki neitt, með engar vaxtaberandi skuldir og átt ágætis sjóði, þá gengur hratt á þessa sjóði. Flest öll sveitarfélög væru löngu búin að gefast upp en við ætlum að halda út lengi og hægt er í þeirri von að við snúum til baka fyrr en síðar. En ríkið verður að koma til móts við sveitarfélagið við þessar aðstæður,“ segir Fannar Komi ekki til frekari stuðnings gangi dæmið ekki upp. „Við sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið á sjálfsaflafé og með því að ganga á sjóði eitthvað fram eftir næsta ári en það gengur ekki mikið lengur en það að greiða lögbundnar skuldbindingar og þess vegna þurfum við stuðning. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira