Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 1. nóvember 2024 13:17 Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun