Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 07:02 Vilborg Ása Guðjónsdóttir fjallaði um alþjóðastarf Alþingis í doktorsverkefninu sínu. Vísir Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. „Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“ Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
„Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“
Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira