Fótbolti

Martínez marka­hæsti er­lendi leik­maðurinn í sögu Serie A

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martínez hefur nú skorað 107 deildarmörk í 215 leikjum fyir Inter.
Martínez hefur nú skorað 107 deildarmörk í 215 leikjum fyir Inter. Giuseppe Maffia/Getty Images

Lautaro Martínez, framherji Inter, skoraði eitt mark í 3-0 sigri Inter á Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Með því varð hann markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar.

Matteo Darmian kom gestunum yfir á 19. mínútu en markið var dæmt af þar sem boltinn fór í hendi Darmian í aðdraganda þess. Eftir rúman hálftíma ákvað Saba Goglichidze að rétta Inter hjálparhönd þegar hann lét reka sig af velli og heimamenn því manni færri það sem eftir lifði leiks.

Staðan var markalaus í hálfleik en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik kom Davide Frattesi gestunum yfir eftir undirbúning Darmian. Martínez lagði svo upp annað mark Frattesi og Inter á 67. mínútu áður en hann skoraði sjálfur þriðja markið á 79. mínútu.

Lokatölur 0-3 og Inter heldur í við topplið Napoli sem er með 25 stig á toppnum eftir 10 umferðir á meðan Inter er með fjórum stigum minna.

Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn þegar Venezia vann mikilvægan 3-2 sigur á Udinese. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir áður en Isaak Toure fékk rautt spjald. Það nýttu Feneyingar sér og skoruðu í kjölfarið þrjú mörk.

Þetta var aðeins annar sigur Veneziea á leiktíðinni. Liðið er nú með átta stig í 18. sæti líkt og bæði Lecce sem er sæti neðar og Monza sem er sæti ofar.

Önnur úrslit

  • Atalanta 2-0 Monza
  • Juventus 2-2 Parma

Í Þýskalandi skoraði Jamal Musiala þrennu í 4-0 bikarsigri Bayern München á Mainz. Lereoy Sané var einnig á skotskónum fyrir Bæjara sem flugu þar með áfram í næstu umferð bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×